Monday, October 21, 2013

Hveitikímsbaka með rauðrófum og grænkáli.

























Jæja. Er ekki mátulegt að gera færslu alla vega einu sinni á ári. Komið ár síðan síðast.

Þetta var nú ekki endilega hugsað sem "bloggmaterial" og myndin kannski ekki alveg að mínu skapi en mér fannst þetta fjarska bragðgott. Mældi ekki nákvæmlega heldur en skal reyna að gera þessu sem best skil.

Hveitikímsbaka með rauðrófum og grænkáli

2 dl hveitikím 
1 dl vatn
1 stór rauðrófa (2 litlar)
2 egg
100-200 g rjómaostur
1 dl mjólk
Smá paramesan
Grænkál
Sítrónusafi
Timjan
Rósmarín
Salt og pipar


Þetta var í annað sinn sem ég vann með hveitikím og því algjör nýliðum í þeim efnum. En æfingin skapar meistarann. Ég bjó til pizzabotn úr svona um daginn og það var dásamlegt.

Hitið ofninn upp í 200°. Byrjið á að skræla rauðrófuna og skera í litla teninga. Fínt að nota plastpoka/hanska til að forðast rauða litinn. Látið í pott og fáið upp suðu. Ég fékk upp suðu og svo var þetta örugglega i pottinum um 10-15 mín. eða þangað til þær eru orðnar pínu mjúkar. 


Látið hveitikímið í skál. Látið smá sjávarsalt og pipar útí. Hellið ca. 1 dl út í, samt ekki öllu í einu. Hrærið saman þangað til samsetningin fer að líkjast deigi. Þetta verður samt alltaf pínu laust og ég mældi ekki nákvæmlega vatnið og ef þetta er of laust í sér, þá bæta smá hveitikími út í. Látið blönduna í smurt bökuform. Notið hendur og fingur til að dreifa úr blöndunni jafnt til allra hliða. Ég náði bara að gera botn sem náði ekki upp til hliðana svo kannski geri ég meiri blöndu næst. Skellið inn í ofn í ca. 10 mín. 

Hellið vatninu af rauðrófunum og látið kalt vatn renna yfir rófurnar svo þær kólni aðeins. Hrærið eggin og mjólkina saman og látið smá salt og pipar út í. Takið botninn út ur ofninum og leyfið honum að kólna aðeins. Það er svona til þess að koma í veg fyrir að botninn verði of blautur. Raðið rauðrófunum yfir botninn og skvettið smá sítrónu yfir. Hellið svo eggjablöndunni yfir. Dreifið timjan og rósamarín yfir, örugglega ca. 1 tsk af hvoru. Notið svo teskeið til að dreifa rjómaostinum hér og þar. Rífið svo paramesan eða annan ost yfir og setjið aftur inn í ofninn og hitið í 10-15 mín eða þangað til fallegur litur er kominn á ostinn. 

Berið fram með grænkáli eða öðru góðu káli. Ég var búin að dreypa smá ólífuolíu á kálið. 


No comments: