Monday, December 9, 2013

Beet bourguignon með kartöflumús.

























Hefur lengi langað að búa til svona rétt. Alltaf þótt beef bourguignon girnilegur og fallegur réttur.
Skoðað ýmsar uppskriftir í þessa átt og hér er mín útgáfa.

Beet bourguignon 

2-3 msk ólífuolía
1-2 laukar niðurskornir
3-4 hvítlauksrif, smátt skorið
2-3 rauðrófur, skornar í bita
4 gulrætur, skornar í bita
4-6 bergmyntu/timjan greinar
2 dl grænar eða puylinsur
2-3 msk tómatpaste
3 dl rauðvín
4 dl grænmetissoð
3 lárviðarlauf
2 msk maisenamjöl
1 msk balsamic edik, má sleppa.
100 - 200 gr af sveppum
Klípa af smjöri

Kartöflumús með hlynssírópi

3 stórar kartöflur
1/2 tsk múskat
sjávarsalt
Smá mjólk
1 - 2 msk hlynssíróp.

Hitið olíuna, látið laukinn út í þegar olían er heit og svo hvítlaukinn. Látið svo út í timjan, rauðrófur, gulrætur og linsur. Hrærið og saltið og piprið. Hellið yfir rauðvíni, soði og bætið tómatpaste og lárviðarlaufum útí. Fáið upp suðu og látið svo malla í dágóða stund.
Ég fékk aftur upp suðuna og lét maisenamjölið út í til að þykkja og bætti einnig við balsamic edikinu. 

Svo steikti ég sveppina í smjöri og litlu, rifnu hvítlauksrifi. Bætið útí pottinn og látið malla í ca. 10 mín. í viðbót. Það gæti líka verið gott að steikja með sveppunum smá perlulauk.

Samhliða skrældi ég kartöflurnar, skar í bita og sauð, þegar þær voru mátulegar hellti ég vatninu af en skyldi örlítið eftir, sem ég blandaði við, hellti múskat yfir, salt, mjólk og sýrópi og stappaði með kartöflustappara eða hvað það nú heitir. Alveg hægt að sleppa sýrópi en mér fannst það mjög gott. 

Ekki verra ef þetta fær að malla í góðan tíma og nú þegar ég skrifa þetta daginn eftir og er að gæða mér á afgöngum þá ætti maður helst að gera þetta daginn áður. Bon appetit.


No comments: